I. HEITI, HEIMILI OG HLUTVERK
1. grein
Félagið heitir Politica, félag stjórnmálafræðinema. Heimili þess er Oddi, Háskóla Íslands.
2. grein
Hlutverk Félags stjórnmálafræðinema er eftirfarandi:
a) Hafa forgöngu í félagslífi stjórnmálafræðinema.
b) Að vernda réttindi og hagsmuni félaga. Að vera í fyrirsvari fyrir stjórnmálafræðinema
gagnvart háskólayfirvöldum, opinberum aðilum og öðrum innlendum og erlendum aðilum.
c) Stuðla að, eftir bestu getu, samvinnu við samtök stjórnmálafræðinema í erlendum
háskólum. Annast samskipti við erlend félög stjórnmálafræðinema og alþjóða samtök
stjórnmálafræðinema IAPSS (International Assocation for Political Science Students). Að
hafa starfandi nefnd, Íslandsdeild IAPSS, til að sjá um samskipti Politicu við erlenda
stjórnmálafræðinema og félög þeirra. Alþjóðafulltrúi félagsins veitir nefndinni forstöðu og
skipar aðra nefndarmeðlimir úr röðum félagsins.
d) Standa fyrir kynningu á náminu og félaginu fyrir nýnema í stjórnmálafræði.
e) Að annast útgáfustarfsemi um stjórnmálafræði, svo og um hagsmuna- og áhugamál
stjórnmálafræðiema.
f) Að efna til funda um stjórnmálafræðileg og félagsleg málefni. Að halda málfundi undir
merkjum "Vettvangur dagsins - Forum Politica" um stjórnmálafræðileg málefni.
II. FÉLAGAR
3. grein
Allir stúdentar innritaðir í Háskóla Íslands geta orðið félagar í Politicu.
4. grein
Réttindanautn í félaginu er bundin því skilyrði að félagar hafi greitt ársgjald skv. 5. grein.
5. grein
a) Stjórn Politicu ákveður ársgjald félaga. Skal innheimta ársgjaldsins fara fram að hausti í
byrjun kennsluárs. Stjórn félagsins lætur útbúa félagsskírteini, sem afhenda skal hverjum
félaga, er hann hefur greitt ársgjaldið. Stjórninni er heimilt að selja félagsskírteini á öllum
atburðum félagsins yfir veturinn. Tekjum sem fást af ársgjaldi skal varið til eflingar á
starfsemi félagsins eftir því sem stjórn ákveður hverju sinni.
b) Stjórn Politicu getur árlega kosið einn heiðursfélaga, innlendan sem erlendan og telst
það æðsta viðurkenning félagsins. Eftir fremsta megni skal félagsstjórn afhenda þá
viðurkenningu á árshátíð Politicu. Skal stjórnin halda skrá yfir heiðursfélaga.
III. AÐALFUNDUR
6. grein
a) Aðalfundur félagsins skal haldinn á hverju vori innan mánaðar frá lokun kennslu. Takist
ekki að ljúka aðalfundarstörfum á einum fundi skal boða til framhaldsaðalfundar. Til
aðalfundar skal boða með sjö daga fyrirvara. Stjórn skal sjá um að boðað sé til aðalfundar
og auglýsa eftir framboðum í stjórn. Aðalfundur skal auglýstur á áberandi stöðum þar sem
kennsla fer fram á vegum greinarinnar og á heimasíðu félagsins www.politica.hi.is. Fundur
er lögmætur ef löglega er til hans boðað, og minnst 15% atkvæðabærra félaga mæta og
meirihluti stjórnar. Nú reynist of lítil fundarsókn, þó að löglega hafi verið til fundarins
boðað og skal stjórnin þá auglýsa fund í annað sinn, og er sá fundur lögmætur hversu fáir
sem mæta.
b) Verkefni aðalfundar eru:
i) Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins.
ii) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár.
iii) Lagabreytingar.
iv) Kosningar til embættisstarfa
v) Önnur mál.
7. grein
Aðalfundur og almennir félagsfundir hafa æðsta úrskurðarvald í málefnum félagsins og
hafa félagar einir atkvæðarétt og kjörgengi og skulu frambjóðendur hafa stjórnmálafræði
sem aðalfag.
8. grein
a) Stjórn félagsins: Kjósa skal forseta, varaforseta, gjaldkera, skemmtanastjóra,
alþjóðafulltrúa, ritstjóra og meðstjórnanda Politicu á aðalfundi að vori.
b) Kjósa skal deildarfulltrúa 2. og 3. árs á aðalfundi að vori og tekur hann sæti í stjórn
félagsins. Deildarfulltrúa 1.árs skal kjósa á auka-aðalfundi að hausti skv. 21. grein.
c) Tveir skoðunaraðilar reikninga skulu kjörnir á auka-aðalfundi að hausti. Um skyldur
þeirra fer skv. 17. grein.
9. grein
a) Kosning embættisaðila á aðalfundi og félagsfundi skal vera bindandi og leynileg.
Framboð skulu hafa borist stjórn félagsins sólarhring áður en kosning fer fram. Fari svo að
framboð berist ekki í öll embætti sem kosið er um hverju sinni, skal framboðsfrestur fyrir
þau embætti framlengdur, ef það dugir ekki til skal lýsa eftir framboðum á fundinum.
b) Félagar geta greitt utankjörfundaratkvæði milli 12:00-14:00 þann dag sem kosningin fer
fram.
c) Atkvæðisbærir félagar geta á félagsfundum farið með atkvæðisrétt félaga sem eru
fjarverandi. Enginn getur þó farið með umboð fleiri en eins einstaklings. Umboð séu
undirrituð og stíluð á nafn og lögð fram hjá fundarstjóra sem úrskurðar lögmæti þeirra.
10. grein
Komi fleiri en tvö framboð og enginn frambjóðenda hlýtur hreinan meirihluta atkvæða, skal
kosið aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta. Komi einungis eitt framboð í
embætti skal samt sem áður kosið í tiltekið embættið og þarf frambjóðandi að hljóta
hreinan meirihluta atkvæða.
11. grein
Samþykki einfaldur meirihluti aðalfundargesta að haldinn skuli framhaldsaðalfundur gilda
um hann sömu reglur um boðun og fundarsókn og um aðalfund.
IV. STJÓRN FÉLAGSINS OG EMBÆTTISAÐILAR
12. grein
Forseti kveður til funda og stjórnar þeim. Hann undirritar gerðabækur félagsins. Hann
hefur umsjón með starfsemi félagsins og eftirlit með því að fylgt sé að lögum þess og
reglum í öllum greinum. Forseti er helsti talsmaður félagsins út á við. Hann boðar aðalfund
og félagsfund. Forseti getur skipað með sér sérstakan funda- og menningarstjóra.
Varaforseti gegnir störfum forseta í forföllum hans.
13. grein
Varaforseti er staðgengill forseta. Hlutverk varaforseta er að starfa náið með forseta
félagsins, og vera tengiliður Politicu við Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ). Varaforseti skal
ásamt forseta hafa umsjón með starfsemi félagsins og eftirlit með því að fylgt sé að lögum
þess og reglum í öllum greinum.
14. grein
Gjaldkeri hefur á hendi eftirlit með fjárreiðum og innheimtu félagsins og bókfærslu.
Gjaldkeri skal vera prófkúruhafi yfir öllum reiknum sem eru undir kennitölu Politica.
Gjaldkeri skal jafnan halda eignaskrá yfir verðmæta muni félagsins og færa sanngjarnt
matsverð til eigna í reikninga. Hann heldur sjóðsbók um tekjur og gjöld félagsins og leggur
fram á aðalfundi endurskoðaða reikninga þess. Gjaldkera er heimilt að veita öðrum
stjórnarmeðlimum millifærsluheimild út af reikningum félagsins. Skal það vera skráð niður
í sjóðsbók félagsins.
15. grein
Skemmtanastjóri skal hafa forgöngu um öflugt skemmtanalíf á vegum félagsins og hafa
yfirumsjón með árshátíð félagsins. Hann skal í samráði við stjórn félagsins skipa með sér
3-5 manna árshátíðarnefnd. Árshátíðarnefnd skal vera skipuð eigi síðar en í lok október.
Fyrsti fundur árshátíðarnefndar skal vera haldinn í síðasta lagi tveimur vikum eftir stofnun
hennar. Skemmtanastjóra ber að leggja fyrir stjórn Politica tillögu að heiðursgesti á
árshátíð sem stjórnin verður að samþykja.
16. grein
Alþjóðafulltrúi skal sjá um samskipti félagsins við erlend nemendafélög og bera ábyrgð á
heimsóknum þeirra til Íslands. Hann skal einnig kanna vilja nemenda við
stjórnmálafræðideild til námsferðar um veturinn og sjá um skipulagningu á henni í
samstarfi við þá aðila sem fara í ferðina. Alþjóðafulltrúi veitir Íslandsdeild IAPSS forystu og
stendur fyrir IAPSS - degi í mars ár hvert. Þar sem starfsemi alþjóðasamtaka
stjórnmálafræðinema er kynnt félögum.
17. grein
Tveir skoðunaraðilar reikninga eru kosnir af auka-aðalfundi og fara yfir og endurskoða
bókhald félagsins eftir hvert starfstímabil, áður en bókhaldið er lagt fyrir aðalfund.
18. grein
Ritstjóri Politicu skal sjá um og vera ábyrgur fyrir heimasíðu Politicu. Ritstjóri skal skipa
með sér 3-5 einstaklinga ritstjórn í samvinnu við stjórn félagsins. Stjórn félagsins hefur þó
ein heimild til að selja auglýsingar á heimasíðu. Ritstjóri er tengiliður stjórnar við ritstjóra
Íslensku leiðarinnar.
19. grein
Meðstjórnandi er skjalavörður félagsins. Meðstjórnandi skal fyrst og fremst halda
gerðabók, þar sem skráðir eru stjórnarfundir, félagsfundir og allir helstu viðburðir félagsins
Honum ber einnig að taka að sér verkefni sem stjórn félagsins setur honum og verði
tiltækur fyrir að hjálpa öðrum stjórnarmeðliðum sé til hans leitað.
20. grein
Ársreikningar félagsins skiptast milli aðalfunda. Reikningunum skal skila til endurskoðenda
minnst tveimur sólarhringum fyrir aðalfund.
21. grein
Stjórn félagsins skal á hverju hausti auglýsa eftir fulltrúa nýnema (1. árs nema) í stjórn
félagsins. Skal hann kjörinn á auka-aðalfundi til embættis aðstoðarskemmtanasjóra.
Einungis nýnemar hafa atkvæðarétt og kjörgengi.
22. grein
Forfallist einhver stjórnarmeðlimur tímabundið skal meðstjórnandi taka við skyldum hans.
Varaforseti er þó áfram staðgengill forseta.
23. grein
a)Stjórn félagsins skipar ljósmyndara félagsins, sér ljósmyndarinn alfarið um myndatökur
frá atburðum félagsins og sér til þess að þær birtist á heimasíðu félagsins, Politica.hi.is.
Forfallist ljósmyndari ber honum skylda til að finna staðgengil.
b) Stjórn félagsins getur ef þurfa þykir skipað embættisaðila og nefndir til ákveðinna og
tímabundinna verkefna.
24. grein
a) Stjórn félagsins hefur á hendi yfirstjórn allra félagsmála milli funda. Stjórnin hefur
umsjón yfir alla sjóði félagsins og aðrar eignir, sem ávaxtast á þann hátt er aðalfundur
ákveður og sér um greiðslur vegna útgjalda ýmiss konar.
b) Stjórn félagsins ræður málefnum þess með þeim takmörkunum, sem lög þessi setja. Hún
tekur nánari ákvarðanir um starfsemi þess og er ábyrg fyrir fjárreiðum og skuldbindingum
gagnvart öðrum aðilum. Stjórn félagsins ræður alla starfsmenn félagsins, skipar félögum í
nefndir og trúnaðarstörf.
c) Stjórnarfundir eru lögmætir ef meirihluti stjórnar er mættur. Samráðsfundir stjórnar og
annarra embættisaðila skulu haldnir minnst tvisvar á hverri önn.
25. grein
Vantraust á embættisaðila félagsins skal borið fram skriflega með undirskrift minnst 1/4
félaga. Stjórn félagsins skal, ef ofangreindum skilyrðum er fullnægt boða til félagsfundar um
vantraust innan viku frá því að vantrauststillagan berst henni. Vantrauststillagan telst
samþykkt ef 2/3 hlutar félaga samþykkja hana. Ef vantrausts tillagan er samþykkt, skal
kosið á ný í viðkomandi embætti á sama hátt og á aðalfundi.
26. grein
Ef kjörinn embættisaðili segir af sér skal boða til félagsfundar og auglýsa eftir framboðum í
viðkomandi embætti.
V. HAGSMUNAMÁL
27. grein
Deildarfulltrúar kjörnir skv. 8. & 21. grein skulu fara með málefni stjórnmálafræðinema á
deildarfundum og gæta hagsmuna þeirra þar. Tillögur skulu þeir leggja fram
28. grein
Deildarfulltrúar skulu boða til almenns fundar innan stjórnmálafræðinnar að minnsta kosti
einu sinni á misseri, þar sem farið er yfir stöðu mála innan deildarinnar. Deildarfulltrúar
skulu jafnframt, í samráði við stjórn félagsins, kynna rækilega fyrir stúdentum allar
breytingar á kennsluskrá stjórnmálafræðinnar. Deildarfulltrúi þriðja árs skal jafnframt taka
sæti í deildarráði og á deildarfundi Félagsvísindadeildar.
29. grein
Deildarráðsfulltrúar kjörnir skv 8. grein skulu gæta hagsmuna stjórnmálafræðinema í
hvívetna. Þeir skulu kynna sig á heimasíðu félagsins og á fundi fyrir stjórnmálafræðinemum
í upphafi skólaárs og aðstoða þá við hvers kyns vandamál er upp koma, hvort heldur sem erpersónuleg eða varðandi námið.
VI. JAFNRÉTTISLÖG
30. Grein
Allir viðburðir Politica skulu vera haldnir á stöðum með fullt aðgengi og er heimabar eða
aðrir samkomustaðir ekki undanskildir þessari kröfu.
VII. HOLLVINASAMTÖK STJÓRNMÁLAFRÆÐIDEILDAR.
31. grein
Tilgangur Hollvinasamtaka stjórnmálafræðideildar er að auka veg og vanda
stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands og kynna stjórnmálafræði sem fræðigrein.
32. grein
Útskrifaðir stjórnmálafræðingar frá Háskóla Íslands, kennarar við stjórnmálafræðideild og
aðrir velunnarar geta orðið félagar í samtökunum
33. grein
Stjórn Politicu skal kynna stjórnmálfræðinemum hollvinasamtökin ár hvert og hvetja
útskriftarnema til þess að ganga í þau og taka þátt í að efla stjórnmálfræði sem fræðigrein.
VIII. ÍSLENSKA LEIÐIN
34. grein
Tímarit stjórnmálafræðinema heitir ÍSLENSKA LEIÐIN og skal koma út a.m.k. einu sinni á
skólaári. Ritið fá allir stjórnmálafræðinemar ókeypis.
35. grein
Stjórn Politicu skipar ritstjóra Íslensku leiðarinnar innan mánuðar frá aðalfundi félags
stjórnmálafræðinema að vori. Í sameiningu skulu stjórn Politicu og ritstjóri tímaritsins
auglýsa eftir umsóknum til setu í ritstjórn Íslensku leiðarinnar, en auk ritstjóra skulu þrír
einstaklingar eiga sæti í henni - gjaldkeri og tveir framkvæmdastjórar. Skal ritstjórnin vera
ritstjóra til aðstoðar og ráðuneytis um öll mál er varða blaðið. Ritstjóri er forseti ritstjórnar
og vinnur í samvinnu við ritstjóra Politicu.
36. grein
Ritstjóri Íslensku leiðarinnar ber ábyrgð á efni tímaritsins og öðru efni sem gefið er út í
nafni Íslensku leiðarinnar. Gjaldkeri Íslensku leiðarinnar skal sjá um daglegan rekstur, ber
ábyrgð á skuldbindingum, heldur utan um fjárreiður Íslensku leiðarinnar og sér um
bókhaldsuppgjör. Allar stærri fjárskuldbindingar skulu bornar undir ritstjóra Íslensku
leiðarinnar.
37. grein
Ritstjórn er heimilt að ráða sérstakan auglýsingasafnara. Ritstjórnin ákveður kjör hans og
ber ábyrgð á þeim.
38. grein
a) Reikningum Íslensku leiðarinnar skal haldið sérgreindum frá reikningum Politicu. Þeir
skulu birtir á aðalfundi félags stjórnmálafræðinema og skilað til skoðunaraðila reikninga
sólarhring fyrir aðalfund.
b) Politica skal styrkja tímarit sitt, Íslensku leiðina um að minnsta kosti 50.000 kr. á hverju
starfsári.
IX. ÝMIS ÁKVÆÐI
39. grein
Félagsfundi skal boða á sama hátt og til aðalfundar, með þeirri undantekningu þó, að til
félagsfunda skuli að jafnaði boða með þriggja daga fyrirvara. Félagsfundur fer með æðsta
vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda. Stjórn félagsins er skylt að boða til félagsfundar
ef 15% félagsmanna fara fram á það, og skal beiðnin undirrituð af viðkomandi
félagsmönnum. Félagsfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað og minnst 15%
atkvæðabærra félaga mætir og meirihluti stjórnar.
40. grein
Félagsfundum stjórnar forseti og kveður hann sér fundarritara. Hann skal sjá um svo að
með umboð og atkvæði sér farið með samkvæmt félagslögum og skal kjörskrá liggja frammi
í upphafi fundar. Forseti sker úr öllu sem snertir lögmæti fundarins samkvæmt ákvæðum
félagslaganna, stjórnar umræðum og meðferð mála á fundum og atkvæðagreiðslum.
Atkvæðagreiðslur skulu jafnan vera leynilegar ef tveir eða fleiri fundargesta óska þess.
41. grein
Breytingar á lögum félagsins verða aðeins gerðar á aðalfundi og þurfa 2/3 hlutar
fundarmanna að samþykkja tillögur um lagabreytingar. Tillögur um lagabreytingar skulu
berast stjórn félagsins minnst sólarhring fyrir aðalfund og skulu þær birtar um leið og þær
berast, á þeim stöðum sem aðalfundur er auglýstur.
42. grein
Komi fram tillaga um að félaginu skuli slitið, skal hún sæta sömu meðferð og
vantrauststillaga á stjórnarmeðlimi, sbr. 24. grein.
43. grein
Heiðursdýr Politicu félags stjórnmálafræðinema er grís.
44. grein
Einungis þeim stúdentafylkingum er skila inn skriflegum framboðum og uppfylla skilyrði er
koma fram í 11.gr. laga stúdentaráðs Háskóla Íslands er boðið að taka þátt í kappræðum
milli stúdentafylkinganna, "Vettvangur dagsins - Forum Politica".